Lagt til sameiningar menntaskólanna á Akureyri
Lagt er til að Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir í tillögum stýrihóps um eflingu framhaldsskóla. Skólameistarar beggja skóla taka vel í hugmyndina og héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum um málið.