Færanlegur forstjóri Umhverfisstofnunar
Forstjóri Umhverfisstofnunar bregður oft undir sig betri fætinum og fer út á land með skrifstofuna sína en stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum víðs vegar um landið. Forstjórinn segir að það verði mun meira úr verki þegar unnið er á landsbyggðinni í stað höfuðborgarinnar.