Eigandinn komst naumlega út úr hjólhýsinu

Eldur kom upp í hjólhýsi (LUM) við Grandagarð á fimmta tímanum í dag. Maður sem var inni í hljóhýsinu komst út en eins og sjá má logaði mikill eldur og þykkan svartan reyk lagði frá. Eldurinn náði að læsa sig í bíl sem stóð við hliðina og eru bæði hjólhýsið og bíllinn ónýt. Lögreglan lokaði leiðum að svæðinu á meðan slökkvilið athafnaði sig en ekki var hætta á að eldurinn myndi breiðast frekar út. Slökkvistarf tók skamman tíma. Tildrög brunans eru nú til rannsóknar.

1085
00:39

Vinsælt í flokknum Fréttir