Kynna nýtt verklag í Kvennaathvarfinu til að mæta þörfum barna
100 börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er þessu ári, jafnmörg og leituðu þar skjóls allt árið í fyrra. Kvennaathvarfið kynnir í dag nýtt verklag þar sem sjónum er beint sérstaklega að börnum, þarfir þeirra greindar og reynt að mæta þeim betur en hingað til hefur verið gert.