Ísland í dag - Alltof langur biðlisti eftir leiðsöguhundum
Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk og veitir því frelsi til að gera hluti sem annars væru mun erfiðari. Biðlistinn eftir þessum hundum er þó langur og væri frábært ef fleiri styddu Blindrafélagið svo hægt væri að þjálfa fleiri hunda til verksins. Við kynnumst Þorkeli og Lilju og fáum að heyra þeirra sögu.