Ísland í dag - Nota nýja byssu til að slökkva elda

Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur að vilja hlaupa inn í brennandi byggingu? Adrenalínfíklarnir í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hlakka til hvers dags og eru spenntir fyrir nýrri byssu sem þeir nota til að slökkva elda. Í þætti kvöldsins förum við á vakt með strákunum, hlaupum inn í brennandi gám, slökkvum elda og fáum að heyra áhugaverðar sögur manna sem hafa brennandi áhuga á starfi sínu. Ekki missa af hasar og fjöri í Íslandi í dag klukkan 18:55 strax á eftir fréttum og sporti.

48039
10:31

Vinsælt í flokknum Ísland í dag