Gáfu 120 milljónir á 120 ára afmælinu
Barnaspítali Hringsins tók í dag á móti 120 milljóna peningagjöf frá Kvenfélaginu Hringnum í tilefni af hundrað og tuttugu ára afmæli félagsins. Gjöfin nemur þannig einni milljón fyrir hvert starfsár kvenfélagsins sem rennur óskipt til barnaspítalans.