Dagurinn í dag líklega farinn en stefna á að aðgerðum ljúki á laugardagskvöld
Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir nánast allt stopp við Þingvallavatn hvar stóð til að kafa eftir þeim sem létust eftir flugslys í síðustu viku. Tilraun verður gerð til að hreyfa ís á ísilögðu vatninu svo hægt sé að kafa eftir líkunum.