Úrslit spurningakeppni Stjörnubíós. Hvað heitir tengdamóðir Woody Allen?
Komið er að úrslitastundu í kvikmyndaspurningakeppni X977. Það eru kvikmyndarýnirinn Sigríður Clausen og leikarinn Hannes Óli Ágústsson sem etja kappi um titilinn kvikmyndaspekúlant Stjörnubíós, sem og verðlaun frá Sambíóunum. Sigríður vann handritshöfundinn Hrafnkel Stefánsson í undanúrslitum, á meðan Hannes sigraði Tómas Valgeirsson kvikmyndarýni DV. Hannes og Sigríður þurfa í úrslitaþættinum að svara spurningum á borð við hvert sé nafn tengdamóður Woody Allen og hvaða heimsfræga leikkona bað leigumorðingja um að myrða sig. Að vanda er Heiðar Sumarliðason höfundur spurninga, tímavörður, dómari og spyrill. Te og kaffi býður upp Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.