Ísland í dag - "Mamma svelti sig viljandi í hel!"

Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fáum við í óvenju opinskárri bók að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt fór í Íslandi í dag og talaði við Sæunni og fékk að heyra af þessari ótrúlegu konu og sambandi hennar við dóttur sína. Ekki missa af þætti kvöldsins, klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum og sporti.

6460
11:45

Vinsælt í flokknum Ísland í dag