Ísland í dag - „Ég var afturhlutinn á asna“
Kardemommubærinn er nú kominn á svið Þjóðleikhússins í sjötta skiptið en Íslendingar sáu hann fyrst árið 1960. „m er að ræða tímalaust verk sem á alltaf erindi enda boðskapurinn svo fallegur og góður, segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem leikur auðvitað Soffíu frænku. „Já, þetta er í annað skiptið sem ég leik í Kardemommubænum, síðast var ég afturhlutinn á asna.“ Í þætti kvöldsins kynnum við okkur þetta einstaka verk Thorbjörns Egners sem einnig gerði Karíus og Baktus og Dýrin í Hálsaskógi.