Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu
Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlantshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný.