Ísland í dag - Vissi ekki að fóturinn var farinn
Flotti töffarinn hún Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina! En Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði svo ótrúlega jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra! Anna LInda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Og svo er hún svo mikil skvísa að hún fer hæglega í háhælaða skó þó annan fótinn vanti og setur þá upp gerfifót og er svo mega flott.