Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu
Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu.