Segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Því sé léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sé komin fram.