Steindinn okkar 3 - Fyrsta sýnishorn

Stöð 2 kynnir með stolti stórfenglegt niðurlag besta grínþríleiks allra tíma. Hér gefur að líta fyrsta sýnishornið úr þriðju þáttaröð Steindans okkar. Eins og sést bregður Steindi sér í allra kvikinda líki og keyrir grínið áfram af fullum krafti. "Þriðja þáttaröð er eins og hinar tvær, bara miklu betri og fyndnari. Við erum farnir að vita aðeins betur hvað við erum að gera," sagði Ágúst Bent leikstjóri við Ísland í dag kíkti á tökustað á dögunum en það viðtal má sjá hér. Steindinn okkar 3 snýr aftur á Stöð 2 í ágúst.

69017
00:49

Vinsælt í flokknum Steindinn okkar