Það er enn rokk og ról í þessu
Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld á HM í handbolta gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum í milliriðli 1 sem fram fer í Jönköping. Það var hart barist og Þjóðverjar höfðu betur 27-24. Íslendingar eru með 4 stig í milliriðlinum og næstu mótherjar eru Spánverjar og sá leikur fer fram á mánudag. Í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport var farið yfir gang mála í leiknum og í myndbandinu má sjá brot af því besta – skreytt með góðri tónlist. Það er enn rokk og ról í þessu þrátt fyrir smá mótvind. Næsti leikur og allt það – áfram Ísland.