Bara grín - Ekki auðvelt að vera Georg Bjarnfreðarson
Jón Gnarr umbreytti sér í Georg Bjarnfreðarson og átti þar af leiðandi erfitt með að fara úr karakter þá mánuði sem tökur stóðu yfir á Vaktaseríunum. Þetta reyndist gríðarlegt álag á Jón og fjölskyldu hans. Þeir félagar Ragnar Bragason, Pétur Jóhann og Jón Gnarr eru allir sammála um það að mjög hafi mætt á Jóni við gerð þáttanna. Brot úr Bara grín á Stöð 2 þar sem Vaktaseríurnar eru rifjaðar upp.