Gáfu björgunarsveitunum fjóra dróna
Flugbjörgunarsveitin á Hellu og björgunarsveitin Dagrenning Hvolsvelli eru fyrstu björgunarsveitir landsins til að fá Dróna eða sjálfstýrt flygildi í sína þjónustu því sveitirnar fengu fjögur slíkt tæki gefins síðdegis í gær úr Ástusjóði, minningarsjóði Ástu Stefánsdóttur, sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljóthlíð í sumar.