Sindri tekur húsið sitt í gegn
„Já, ég veit hvað fólk á eftir að hugsa og ég geri mér grein fyrir því að þetta er allt saman mjög skrýtið,“ segir Sindri Sindrason en næsta heimsókn er til hans. „Ég kenni Stöð 2 um sem heimtaði þetta fyrir þremur árum þegar ég byrjaði að taka húsið í gegn en þá þvertók ég fyrir að gera þátt heima hjá mér. Hélt ekki að ég væri svona sjálfhverfur. Nú þremur árum seinna kemur greinilega annað í ljós en auðvitað er svo sem sanngjarnt að fólk fái að kíkja við hjá mér fyrst ég er alltaf að biðja aðra.“ Þátturinn verður númer 103 í röðinni og er á dagskrá Stöð 2 á miðvikudag klukkan 20:00.