Pepsimörkin: Ökumaður truflar viðtal við Heimi Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var í miðju viðtali við Stöð 2 sport eftir 3-1 sigur liðsins gegn Þór þegar ökumaður missti stjórn á bifreið við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Atvikið á sér stað þegar um 2 mínútur eru liðnar af viðtölunum.