Guðmundur Skúli - 80% fanga með lesblindu

Þórarinn ræðir við Guðmund Skúla Johnsen, formann lesblindrafélagsins. Guðmundur telur að mikið af þeim samfélagsmálum sem eigi sér stað megi með beinum eða óbeinum hætti rekja að miklu leiti til lesblindu. Stjórnvöld geri ekki nægilega mikið til þess að koma til móts við fólk með lesblindu, ungt fólk, og sérstaklega strákar, verði því fyrir mismunun sem brýst út í óæskilegri hegðun. Þeir einstaklingar sem að eru ekki greindir með lesblindu séu einnig í mun meiri áhættuhóp til þess að fara út af sporinu og færir Guðmundur Skúli rök fyrir sínu máli með því að benda á að 80% fanga í Finnlandi séu lesblindir. Til að styrkja þetta framlag má fara inn á www.pardus.is/einpaeling

4
1:03:14

Vinsælt í flokknum Ein pæling