Sáttir kennarar með óþekk börn
Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítilsmetna í þjóðfélaginu og litnir hornauga af fjölmiðlum. Þá eru þeir umtalsvert óánægðari með laun sín en kennarar á hinum Norðurlöndunum, auk þess sem nemendur þeirra virðast óstýrilátari.