Streyma inn tilkynningar um holur
Tugir bíla hafa orðið fyrir tjóni í dag og í gær eftir að hafa verið ekið ofan í holur á götum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg streyma inn tilkynningar um holur og unnið er að því að fylla upp í þær.