Engar afléttingar í kortunum
Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi.