Ísland í dag - Theodóra Mjöll snéri áföllum í bernsku í sigra!
Athafnakonan Theodóra Mjöll ákvað að breyta sínum áföllum í sigra. Hún er menntuð sem vöruhönnuður og hárgreiðslukona sem flutti að heiman frá Eyjafirði til Reykjavíkur aðeins 15 ára gömul en þar varð hún yrir kynferðislegu ofbeldi sem táningur. Theodóra vill stíga fram og segja frá sinni erfiðu reynslu í von um að hún gefi þannig öðrum konum leyfi til að skila skömminni og standa með sjálfum sér. Og undanfarin ár hefur hún verið að vinna sigra á ýmsum sviðum. Hún hefur unnið Við sjónvarpsþætti og einnig verkefni sem vöruhönnuður og svo nú nýverið gaf hún út hárgreiðslubókina Hárbókin sem er þriðja bókin sem hún gefur út með snilldar auðveldum hárgreiðslulausnum fyrir konur að nýta sér heima og hefur bókin þegar slegið rækilega í gegn. Vala Matt fór og heimsótti þessa ungu kjarnakonu og heyrði af hennar áföllum og sigrum.