Þriðji póllinn - sýnishorn
Þriðji Póllinn er ný íslensk kvikmynd í fullri lengd, heimildarmynd um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar RIFF í september.