Ávaxtakarfan

Farið er um víðan völl í Ávaxtakörfunni og íbúar hennar heimsóttir. Mæja jarðarber er ennþá að sópa og halda ávaxtakörfunni hreinni á meðan Immi ananas bíður eftir að kórónan hans komi í pósti svo hann geti krýnt sjálfann sig konung. Eva appelsína daðrar við spegilinn og sussar á Pöllu og Podda perur sem eru orðin enn meiri prakkarar en áður. Guffi banani og Græni bananinn marsera um alla Ávaxtakörfuna og Rauða eplið gætir þess að allt sé skipulagt og dreifir úr pósti þegar við á.

23667
01:39

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir