Slakað á með áhöfn Air Atlanta í hvíldarstoppi í Kenýa

Áhöfn Boeing 747-fraktþotu Air Atlanta á hringferð um Afríku þarf að taka hvíldarstopp í Nairobi í Kenýa. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 kynnumst við því hvernig flugfólkið nýtir frítímann. Farið er í safarí-ferð í þjóðgarð þar sem áhöfnin sér meðal annars gíraffa, nashyrninga, strúta og flóðhesta. Hápunkturinn eru þó ljónin sem komin eru í veiðihug.

19904
10:24

Vinsælt í flokknum Flugþjóðin