Peysufatadagurinn haldinn hátíðlega

Peysufatadagurinn var haldinn hátíðlega af Kvenskælingum í gær. Nemendur á öðru ári glöddu gesti miðborgarinnar með dans og söng, meðal annars fyrir framan Hallgrímskirkju, hjúkrunarheimilið Grund og enduðu á Þjóðminjasafninu þar sem þau snæddu kleinur og drukku heitt súkkulaði. Fyrstu áratugina eftir að Kvennskólinn hóf rekstur viðgekkst það meðal nema að klæðast peysufötum dags daglega en eftir því sem leið fyrstu áratugi síðustu aldar breyttist það. Vorið 1921 tóku stúlkurnar við skólann sig saman um að klæðast peysufötum til hátíðarbrigða og síðan hefur dagurinn verið endurtekinn einu sinni á vetri með vaxandi viðhöfn.

648
01:01

Vinsælt í flokknum Fréttir