Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2012 09:00 U20 ára liðið efnilega sem tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins um páskana. Mynd / Pjetur Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi. Í umfjöllun undirritaðs í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að rassskellingar tíðkuðust ekki sem vígsluathöfn í yngri landsliðum Íslands. Vitnað var í ónafngreinda leikmenn með yngri landsliðum Íslands auk Árna Benedikts Árnarsonar í U20 ára landsliði Íslands. „Ljótt er það, þegar tvítugir strákar eru farnir að ljúga að fréttamönnum. Það eru víst rasskellingar í U-20 í handbolta," skrifaði Arnar Daði Arnarsson, leikmaður Vals og félagi Árna Benedikts í U20 ára landsliðinu á Twitter-síðu sína á fimmtudag. Arnar Daði merkti færsluna #væll. Arnar Daði birti í kjölfarið tengil á mynd af illa förnum afturenda liðsfélaga síns eftir vígsluathöfn. „Svona líta flestir út eftir almennilegar flengingar. Þetta er samt ekki jafnvont og það lítur út fyrir að vera. Að minnsta kosti fannst mér það ekki," segir Árni Benedikt sem þvertekur fyrir að um hefð sé að ræða. „Það er algengt að menn séu plataðir í flengingu en ef þeir vilja það ekki er það ekkert mál," segir Árni Benedikt og bætir við að menn taki vel í þetta og hafi bara gaman af. Íslenska U20 ára landsliðið keppir í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Tyrklandi fyrri hluta júlímánaðar. Hér fyrir neðan er tengill á umfjöllunina í Fréttablaðinu á fimmtudaginn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rassskellingar hafa tíðkast lengi Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. 14. júní 2012 07:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi. Í umfjöllun undirritaðs í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að rassskellingar tíðkuðust ekki sem vígsluathöfn í yngri landsliðum Íslands. Vitnað var í ónafngreinda leikmenn með yngri landsliðum Íslands auk Árna Benedikts Árnarsonar í U20 ára landsliði Íslands. „Ljótt er það, þegar tvítugir strákar eru farnir að ljúga að fréttamönnum. Það eru víst rasskellingar í U-20 í handbolta," skrifaði Arnar Daði Arnarsson, leikmaður Vals og félagi Árna Benedikts í U20 ára landsliðinu á Twitter-síðu sína á fimmtudag. Arnar Daði merkti færsluna #væll. Arnar Daði birti í kjölfarið tengil á mynd af illa förnum afturenda liðsfélaga síns eftir vígsluathöfn. „Svona líta flestir út eftir almennilegar flengingar. Þetta er samt ekki jafnvont og það lítur út fyrir að vera. Að minnsta kosti fannst mér það ekki," segir Árni Benedikt sem þvertekur fyrir að um hefð sé að ræða. „Það er algengt að menn séu plataðir í flengingu en ef þeir vilja það ekki er það ekkert mál," segir Árni Benedikt og bætir við að menn taki vel í þetta og hafi bara gaman af. Íslenska U20 ára landsliðið keppir í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Tyrklandi fyrri hluta júlímánaðar. Hér fyrir neðan er tengill á umfjöllunina í Fréttablaðinu á fimmtudaginn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rassskellingar hafa tíðkast lengi Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. 14. júní 2012 07:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Rassskellingar hafa tíðkast lengi Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. 14. júní 2012 07:00