Viðskipti innlent

Mynd af sigurvegaranum á turninum í New York

Magnús Halldórsson skrifar
Myndin af Bjarna sem birtist í New York.
Myndin af Bjarna sem birtist í New York.
Bjarni Kolbeinsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands, fékk á föstudaginn afhent verðlaun fyrir að ná bestri ávöxtun í Ávöxtunarleiknum í október, en hann fékk nýjan i pad að launum frá epli.is. Af því tilefni birtist mynd af Bjarna á turninum svokallaða í New York, þar sem helstu tíðindi af markaði Nasdaq birtast.

Þátttakendur í Ávöxtunarleiknum eru vel á fimmta þúsund, en leikurinn er samstarfsverkefni Keldunnar, sem á hann og rekur, Vísis, þar sem innskráning fer fram, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, NASDAQ OMX á Íslandi, og Libra.

Sjá má Facebook síðu leiksins hér, og innskráningarsíðuna á Vísi hér.

Keppnistímabilið er formlega fram í maí á næsta ári, en sigurvegarinn í leiknum hlýtur ferð fyrir tvo til New York og 200 þúsund krónur í sjóðum VÍB.

Mánaðarlega eru síðan veitt sérstök verðlaun fyrir hástökkvara mánaðarins, þ.e. þann sem ávaxtar spilapeninga sína best í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×