Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ekki gengið að breyta launum hand­hafa

Þó að laun forsetans hafi lækkað í ársbyrjun 2009 hafa laun handhafa forsetavalds haldist óbreytt fram að þessu. Sjaldgæft er að handhafarnir þurfi að sinna því starfi en þeir deila þó með sér forsetalaunum í fjarveru forseta. Þingmenn hafa tvívegis á nokkrum árum reynt að breyta þessu en ekki haft erindi sem erfiði.

Innlent
Fréttamynd

Margir mánuðir í að Illugi snúi aftur á þing

Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi.

Innlent
Fréttamynd

Illugi: Óvissunni hefur ekki verið eytt

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veit ekki hvort rannsókn yfirvalda á peningamarkaðssjóðum gömlu bankanna sé lokið. Hann veit því ekki hvenær hann snýr aftur til starfa á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður og Helgi Magnús verða saksóknarar

Sigríður J. Friðjónsdóttir verður tilnefnd sem saksóknari Alþingis og Helgi Magnús Gunnarsson verður tilnefndur sem varasaksóknari í málinu gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sérstakur saksóknari í máli Geirs kjörinn á miðvikudag

Gert er ráð fyrir að sérstakur saksóknari Alþingis vegna ákæru á hendur Geir Haarde verði skipaður á þingfundi á miðvikudag, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Hún á von á því að farið verði með kosninguna með svipuðum hætti og þegar að Umboðsmaður Alþingis er kosinn.

Innlent
Fréttamynd

Atli bjóst ekki við ákærum

Stjórnmál Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður“

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er ekki hrifinn af skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna. Pétur kallaði niðurstöðu nefndarinnar loðmullu og lét þannig í ljós að honum fyndist nefndin sýna linkind í afstöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben: Trúnaðargögnum haldið frá þingmönnum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi málflutning þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna þar sem því er borið við að stór hluti þeirra gagna sem nefndin notaðist við í vinnu sinni sé trúnaðarmál og því ekki hægt að opinbera þau.

Innlent
Fréttamynd

Gerðu grein fyrir sínum þætti í júní

Ólíklegt er að fleiri fyrrverandi ráðherrar skili af sér sérstakri greinargerð um störf sín í aðdraganda bankahrunsins eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, gerði fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán þingmenn leggja til rannsókn á einkavæðingu bankanna

Fimmtán þingmenn úr Samfylkingunni og VG standa að baki tillögu um að óháð rannsókn fari fram á einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands og tengdum málefnum. Til verksins verði fengnir sjálfstæðir aðilar sem hafi sömu heimildir til skýrslutöku og

Innlent
Fréttamynd

Atli: Ráðherrunum átti ekki að bregða

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar um niðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis, segir að þeim fjórum ráðherrum sem lagt er til að verði ákærðir fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð hefði ekki átt að koma á óvart að nefndin væri að skoða þann möguleika. Hann segir að þeir hafi fengið bréf frá nefndinni þar sem kom fram að verið væri að skoða ráðherraábyrgð og vísað sérstaklega í kafla skýrslunnar sem fjalla um þau atriði.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður Elín: Ég vil ekki hefnd

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi fyrir stundu að Íslendingar þurfi í sameiningu að hugsa hvernig hægt sé að gera landið að því besta í heimi. Hún flutti einnig sögu af vini sínum.

Innlent
Fréttamynd

Árni Páll: Skýrslan ekki nægur grunnur fyrir ákærur

Árni Páll Árnason, viðskipta- og efnahagsráðherra, segir Rannsóknarskýrslu Alþingis ekki nægjanlega sterka heimild til að reisa á ákærur. Hann lofar skýrsluna sem slíka en segir að í henni sé atburðum jafnvel lýst út frá vitnisburði fárra hagsmunaaðila í stað þess að þar sé birt niðurstaða óháðrar rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Atli vill nýjar kosningar ef þingið axlar ekki ábyrgð sína

Atli Gíslason segir að ef þingið axli ekki þá ábyrgð sem á það er lögð í kjölfar bankahrunsins og dragi til ábyrgðar þá sem sýndu vanrækslu í aðdraganda þess, þá sé full ástæða til að boða til nýrra kosninga þannig að þingmenn endurnýi umboð sitt.

Innlent
Fréttamynd

Opinn fundur um kynjagreiningu á rannsóknarskýrslunni

Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til opins fyrirlestar í dag um kynjagreiningu á Rannsóknarskýrslu Alþingis. Heiti fundarins er „Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni!"

Innlent
Fréttamynd

Vilja að ráðherrar láti af þingmennsku

Þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram breytingatillögu við þingsályktunartillögu um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Tillagan gerir ráð fyrir því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi. Að tillögunni standa þau Siv Friðleifsdóttir, Eygló Harðardóttir og Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki og Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur um málshöfðanir ræddar í dag

Þingsályktanir um málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum verða ræddar á Alþingi í dag. Verði þær samþykktar verður landsdómur kallaður saman í fyrsta sinn. Niðurstaða þar um mun að líkindum fást í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Segir upplýsingum hafa verið haldið frá sér

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn BSRB vill rannsókn á einkavæðingunni

Stjórn BSRB kallar eftir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Í ályktun frá stjórninni segir að Rannsóknarnefnd Alþingis hafi komist að því í skýrslu sinni að víða hefði pottur verið brotinn hvað hana varðar og hinu sama má finna stað í skýrslu þingmannanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Einhugur um að bæta vinnubrögðin á Alþingi

Einhugur var meðal þingmanna á Alþingi í dag að bæta þyrfti vinnubrögðin á þinginu og styrkja áhrif þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Umræður um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum hefjast undir lok vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslu á Íslandi

„Það er sérlega dapurt að lesa í gegnum rannsóknarskýrslu Alþingis og sjá að þeir 147 aðilar sem komu fyrir nefndina, taldi enginn þeirra sig bera ábyrgð og vísuðu á hvorn annan. Það segir meira um íslenska stjórnsýslu en þúsund orð,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Atli vildi ekki rjúfa samstöðu

Atli Gíslason tók ekki afstöðu til þess hvort fara ætti fram rannsókn á einkavæðingu bankanna vegna þess að hann vildi ekki rjúfa samstöðu innan nefndarinnar. Það vakti athygli þegar skýrsla þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis að ekki náðst samstaða um það í nefndinni að slik rannsókn færi fram.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi má ekki vera verkfæri framkvæmdavaldsins

Meginniðurstöður þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis er að það þarf að auka sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu og gera stjórnsýsluna faglegri. Alþingi má ekki vera verkfæri í höndum framkvæmdavaldsins. Þetta segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar. Umræða um skýrslu nefndarinnar hófst klukkan hálfellefu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín snýr aftur á þing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins tók sæti á Alþingi í dag. Þorgerður hefur verið í leyfi frá þingstörfum frá því í apríl þegar hún sagði af sér sem varaformaður flokksins og vék af þingi tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Ernir: Stjórnsýslan með klíkukenndum blæ

„Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum,“ segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd.

Innlent
Fréttamynd

Óflokkspólitískt mál

"Ég er enn þá að fara yfir gögnin og geri ekki ráð fyrir að tjá mig um þetta fyrr en í ræðu í þinginu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, inntur eftir viðbrögðum við skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Atli sat hjá

Afstaða Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, varð til þess að ekki náðist meirihluti innan uppgjörsnefndar Alþingis um að rannsaka á ný einkavæðingu ríkisbankanna. Atli sat hjá við afgreiðslu málsins.

Innlent