Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 09:31 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015 Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015
Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47