Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Fjárfesting í Baugi jókst eftir kaup félagsins í Glitni

Stjórnendur Sjóðs 9 hjá Glitni juku kaup í skuldabréfum Baugs eftir að félagið varð stór hluthafi í bankanum í apríl 2007. Sjóðurinn átti mest 13,5 milljarða króna í nóvember 2007 og nam 9,7 prósentum af heildareignum sjóðsins. Sjóður 1 hjá Glitni átti sömuleiðis 3,3 milljarða króna í bréfum félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Formaður Framsóknarflokksins: Sveigðum of langt til hægri

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að allir flokkar verði að líta í eigin barm þegar kemur að bankahruninu og að enginn flokkur hafi farið í eins afgerandi endurnýjun og Framsóknarflokkurinn hafi ráðist í. Þetta sagði Sigmundur í umræðum um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á þingfundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur líkti þensluskeiðinu við Tyrkjaránið

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra líkti stöðu mála á Íslandi í aðdraganda að bankahruninu við Tyrkjaránið 1627 í ræðu á Alþingi í dag. Rán skyldi það kallast þegar að gróðrahyggjan næði yfirhöndinni með óhóflegri skuldsetningu og þeim afleiðingum sem Íslendingar þurftu síðar að sætta sig við.

Innlent
Fréttamynd

Ráðning Lárusar Welding hafði áhrif á Glitni

Rannsóknarnefnd Alþingis dregur þá ályktun að með láni til Lárusar Welding, sem veitt var til að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu hans samkvæmt samningi, hafi stjórn bankans haft bein áhrif á uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben: Skýrslan leggur ríkar skyldur á herðar þingmanna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir brýnt að stjórnmálamenn dragi lærdóm af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan leggi ríkar skyldur á herðar þingmanna og það varði miklu að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem þjóðin gerir kröfu um. Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til þessa að vinna að nauðsynlegum úrbótum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna: Virðingavert að Björgvin hafi brugðist við skýrslunni

Það er virðingavert að Björgvin G. Sigurðsson hafi brugðist við og tekið sína ákvörðun, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar umræður um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófust klukkan þrjú í dag. Björgvin er einn af sjö sem Rannsóknarnefndin telur að hafi sýnt vanrækslu í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna

Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld gerðu ekkert til að hindra Icesaveklúðrið

Rannsóknarnefnd Alþingis segir að enda þótt íslensk stjórnvöld hefðu í upphafi árs 2008 lagt að stjórnendum Landsbankans að flytja Icesave reikningana yfir í breskt dótturfélag var ekki gripið til neinna þeirra stjórntækja eða úrræða sem stjórnvöld réðu yfir til að fylgja málinu eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björgvin segir af sér formennsku í þingflokknum

Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að segja af sér formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Björgvin var einn þeirra sjö sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur fyrir framan Alþingi

Um þrjátíu manns eru samankomnir á Austurvelli til þess að mótmæla. Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í morgun en lögreglan hafði áhyggjur af annarri mótmælendabylgju.

Innlent
Fréttamynd

Skætingur einkenndi viðbrögð Íslendinga við gagnrýni á hagkerfið

Það viðmót sem birtist í orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins við gagnrýni sérfræðings hjá Merrill Lynch á íslensk stjórnvöld hafi verið lýsandi fyrir viðbrögð íslenskra stjórnvalda og bankanna við gagnrýni árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils

Lárus Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, færði fjármuni til útlanda, eða réttara sagt hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir, rétt eftir að hann hafði lýst því yfir í frægu viðtali í Silfri Egils að bankinn hans væri traustur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem var birt fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Maraþonlestur í Borgarleikhúsinu

Óvenjulegur gjörningur á sér nú stað í Borgarleikhúsinu þar sem rannsóknarskýrsla Alþingis er lesin upp í heild sinni - orð fyrir orð. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lestrinum á vef Borgarleikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptablaðið jákvæðast í garð Landsbankans

Allir fjölmiðlar landsins voru nokkuð jákvæðir í umfjöllun sinni um banka og fjármálafyrirtæki á árabilinu 2006 til 2008. Sumir voru þó jákvæðari en aðrir. Á móti hverri neikvæðri frétt Viðskiptablaðsins um Landsbankans birtust 55 neikvæðar. Viðskiptablaðið var jákvæðast í garð fjármálafyrirtækja en DV neikvæðast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrslan kveikir enga elda

Söngvaskáldið Hörður Torfason segir lítinn hita í fólki vegna rannsóknarskýrslunnar. Sjálfur ætlar hann í ræktina í dag auk þess sem hann sinnir frágangi vegna fundarhaldanna frægu á Austurvelli.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoðun úr takti við við vöxt bankanna

Leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins (FME) á innri endurskoðuni fjármálafyrirtækja komu allt of seint fram, þótt þær hefðu verið til bóta, að mati Rannsóknarnefndar Alþingis. Tilmælin voru gefin út 24. September 2008, tæpum mánuði fyrir hrun bankanna og níu dögum eftir fall Lehman Brothers bankans í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvíst um stöðu Björgvins

Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er sá eini sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi sem enn gegnir opinberu trúnaðarstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brugðist við veikleikum

Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins bendir þó á að vegna markaðsástæðna í heiminum hafi bönkunum á þessum tíma verið orðið erfitt að bregðast við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lán veitt án efnislegrar skoðunar og trygginga

Bein tengsl fulltrúa eigenda bankanna í stjórnum viðskiptabankanna við æðstu stjórnendur virðast hafa orðið til þess að fjölmargar ákvarðanir um stórar lánveitingar voru teknar án efnislegrar skoðunar, sem settar reglur gerðu kröfu um og áttu að vera forsenda ákvörðunar um einstakar lánveitingar, segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halldór Kristjánsson eins og laminn hundur

Össur Skarphéðinsson segir að Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hafi setið eins og laminn hundur á fundi með stjórnvöldum sunnudaginn 5. október árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Peningamarkaðssjóðir til saksóknara

Rannsóknarnefnd Alþingis fullyrðir að mikill fjöldi innherja hafi tekið eign sína úr peningamarkaðssjóðum rétt fyrir hrun bankann og hefur farið fram á að saksóknari rannsakari hvort stjórnendur 94 sjóða hafi gerst brotlegir við lög.

Viðskipti innlent