Hver græðir eiginlega á þessu? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar