Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Innri endurskoðun fer yfir styrki til Golfklúbbs Reykjavíkur

Innri endurskoðun fer nú yfir efndir á fyrri samningum við Golfklúbb Reykjavíkur vegna upplýsinga úr ársreikningum klúbbsins um að framkvæmdastyrkir frá Reykjavíkurborg hafi verið teknir til annarra nota en framkvæmda samkvæmt samningnum auk þess sem umsamið "mótframlag" klúbbsins hafi ekki verið lagt í framkvæmdir í samræmi við samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Biskup vill að söfnuðir kaupi rannsóknarskýrsluna

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og láti liggja frammi í safnaðarheimilum. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að þar geti sóknarbörn nálgast hana og lesið í henni og mælst er til þess að boðið verði upp á kaffi og auglýstar sérstakar samverustundir þar sem unnt verði að ræða skýrsluna.

Innlent
Fréttamynd

Davíð Oddsson farinn úr landi

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm

Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög

Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslan gæti tafið Icesave

Ekki hefur enn verið boðaður fundur samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave, en nefndirnar hafa ekki hist síðan 5. mars, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fulltrúar nefndanna hafa þó átt í samskiptum sín á milli.

Innlent
Fréttamynd

Öryggisverðir gæta rannsóknarskýrslu

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er væntanleg í næstu viku. Eftir því sem næst verður komist er skýrslan nú í prentun hjá Prentsmiðjunni Odda. Þar munu öryggisverðir frá Securitas standa vörð. Mikil leynd hvílir yfir öllu.

Innlent
Fréttamynd

Öll málin berast saksóknara í einu

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, á ekki von á sligandi álagi á starfsmenn sína þegar rannsóknarnefnd Alþingis sendir saksóknara á næstunni yfirlit yfir alla þá gjörninga í aðdraganda bankahrunsins sem nefndin telur hafa verið refsiverða.

Innlent
Fréttamynd

Skoðaði þátt fjölmiðla í efnahagshruninu

Þrjú hundruð blaðsíðna skýrsla vinnuhóps sem leitaði svara við því hvort skýringar á falli íslensku bankanna mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði er tilbúin og á leið í prentun. Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn en hann flytur erindið Siðferðileg greining bankahrunsins í málstofunni Hrunið, skýrslan, siðferði og hugmyndafræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fékk fjórar milljónir í framlög vegna prófkjörs

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragnheiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa.

Innlent
Fréttamynd

Frjálshyggjan orsakavaldur hrunsins

Meginorsök hrunsins er ekki að finna í aðgerðum eða aðgerðarleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi árið 2008. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nýjasta tímariti Máls og Menningar. Að hennar mati var það óheft frjálshyggja í tæpa tvo áratugi undir stjórn Sjálfstæðisflokks sem gerði það að verkum að Ísland var berskjaldað þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir.

Innlent
Fréttamynd

Traust og gegnsæi

Gegnsæi og traust hefur verið rauður þráður í kröfu íslensks almennings um betra samfélag, framtíðarsýn um það samfélag sem hér verður reist á rústum þess sem féll.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svarfresturinn rennur út í dag

Frestur til að gera athugasemdir við efnisatriði í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið rennur út í dag. Tólf manns úr stjórnsýslunni var gefinn kostur á að skila slíkum athugasemdum og hefur fresturinn til þess einu sinni verið framlengdur.

Innlent
Fréttamynd

Hrunsrannsóknin nái til einkavæðingar bankanna

Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður skilar gögnum um kostnað

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skilaði í gær til Ríkisendurskoðunar gögnum um kostnað sinn vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007.

Innlent
Fréttamynd

Sérkennileg sýn á samfélagið

Ágæt var ræða formanns Viðskiptaráðs á viðskiptaþingi á miðvikudag. Það er að segja fyrir þá sem tilheyra þeim klúbbi eða aðhyllast þær kenningar og samfélagsgerð sem hann boðar og berst fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einkavæðingin var ekki öll á dagskrá

Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður íhugar enn

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, íhugar enn hvort hún upplýsi um prófkjörskostnað sinn og þá sem styrktu hana fyrir prófkjör vegna alþingiskosninga 2007.

Innlent
Fréttamynd

Enn óvissa með útgáfu skýrslu

Allsendis er óvíst hvort skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kemur út í þessum mánuði. Upphaflega átti hún að koma út 1. febrúar, en því var frestað og sagt að hún kæmi út fyrir mánaðamótin.

Innlent
Fréttamynd

Tólf fengu andmælabréf

Tólf einstaklingar fengu að koma á framfæri sjónarmiðum sínum við Rannsóknarnefnd Alþingis með sérstökum andmælabréfum.

Innlent