ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Þorfinnur Ómarsson og Heimir Már skrifar 18. mars 2015 18:51 Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum. Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum.
Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira