Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. Innlent 20.1.2025 11:57
Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. Innlent 20.1.2025 09:18
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. Innlent 18.1.2025 08:03
Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Innlent 15. janúar 2025 14:01
Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Innlent 15. janúar 2025 12:30
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. Innlent 15. janúar 2025 09:25
Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. Innlent 14. janúar 2025 18:11
Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. Innlent 14. janúar 2025 12:23
Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Innlent 14. janúar 2025 06:38
Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram. Innlent 13. janúar 2025 20:33
Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag. Innlent 13. janúar 2025 19:21
Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. Innlent 13. janúar 2025 18:20
Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Póstsending sem innihélt tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór framhjá starfsmönnum afgreiðslu Kópavogsbæjar með þeim afleiðingum að atkvæðin voru ekki talin. Innlent 13. janúar 2025 06:52
„Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. Innlent 12. janúar 2025 12:03
Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Innlent 10. janúar 2025 07:37
Titringur á Alþingi Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Innlent 8. janúar 2025 21:38
Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins. Innlent 7. janúar 2025 21:56
Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Innlent 6. janúar 2025 20:00
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. Innlent 6. janúar 2025 13:30
Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Píratar í Suðvesturkjördæmi fara fram á í kæru sinni til landskjörstjórnar að alþingiskosningarnar verði gerðar ógildar. Formaður landskjörstjórnar segir að alls hafi tvö erindi og tvær kærur borist vegna kosninganna. Búist sé við að Alþingi fái umsögn um málin í næstu viku. Innlent 6. janúar 2025 12:56
Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Fylgi Viðreisnar mælist nú tveimur prósentum minna en flokkurinn fékk í þingkosningunum í nýjum þjóðarpúls Gallup. Framsóknarflokkurinn dalar enn eftir sögulega lélega kosningu en Sósíalistaflokkurinn er tveimur prósentustigum yfir kjörfylgi sínu. Innlent 3. janúar 2025 09:04
„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Innlent 1. janúar 2025 13:36
Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Nýr forsætisráðherra er sá formaður sem flestir telja að hafi staðið sig vel en formaður Sjálfstæðisflokksins mælist afar óvinsæll í nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir hann í erfiðri stöðu og að veiting hvalveiðileyfis kunni að hafa áhrif á það. Ánægja með nýja ríkisstjórn mælist meiri en kjörfylgi stjórnarflokkanna. Innlent 30. desember 2024 20:32
Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu. Innlent 30. desember 2024 19:01