Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 19:21 Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar segir að nú sé unnið að lokafrágangi á skýrslu stjórnarinnar til Alþingis vegna framkvæmd alþingiskosninganna. Stöð 2/Einar Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag. Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Þingið kafi í styrkveitingarnar Innlent Fleiri fréttir Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Sjá meira
Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Þingið kafi í styrkveitingarnar Innlent Fleiri fréttir Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Sjá meira