Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:30 Níu kjörnir þingmenn sitja í undirbúningsnefnd sem hefst handa við það verkefni í dag að yfirfara umsögn og önnur gögn frá landskjörstjórn um framkvæmd alþingiskosninganna. Vísir Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira