Skrælingjadraumar Grænland er spennandi draumaland á hverfanda hveli í bókstaflegri merkingu. Þegar ég var yngri blundaði í mér draumur um að kynnast grænlenskum veiðimanni og njóta ásta með honum í snjóhúsi á hjara veraldar á meðan vindurinn geisaði um hjarn en norðurljós dönsuðu á himni í köldum bjarma starandi stjarna. En nóg um það. Þessi draumur blundar ekki lengur í brjósti mér en hugsanlegt er að eitthvað eimi enn af honum í undirmeðvitundinni, í það minnsta hlusta ég fremur mikið á grænlensku útvarpsstöðina Kalaallit Nunaata Radioa í gegnum snjallsímann minn þótt ég skilji ekki orð (kannski er það þess vegna sem ég þoli við). Bakþankar 30. mars 2013 06:00
Að verða illt í auðmýktinni Fyrir nokkru fór ég á fund í Valhöll um stöðu femínisma á Íslandi. Ég hafði aldrei komið í Valhöll áður og aldrei, eflaust út af einhverri verndandi töfraþulu, hitt Brynjar Níelsson, einn framsögumanna. Bakþankar 28. mars 2013 06:00
Hún amma sko Ég fékk sæti á besta stað, í sófanum við blómabeðið. Ég var mætt tímanlega sem betur fer, þökk sé ábyrgum samferðakonum mínum, sem sáu fyrir að líklega yrði þétt setinn bekkurinn. Það stóð heima, fólkið streymdi að og fyllti stofuna svo opnað var inn í borðstofuna líka. Bakþankar 27. mars 2013 06:00
Kurteisar aðvaranir Í síðustu viku eyddi ég nokkrum afbragðsgóðum túristadögum í Skotlandi. Það er nú varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Skotland kom mér skemmtilega á óvart. Ég sá ekki einn einasta mann í skotapilsi en bruggaði mitt eigið viskí. Bakþankar 26. mars 2013 06:00
Innleggsnóta Ég á orðið nokkurn stafla af innleggsnótum. Ýmist vegna hluta sem ég hef séð eftir því að kaupa eða gjafa sem ég hef ekki getað notað. Ég verð að viðurkenna að ég myndi mun heldur vilja fá endurgreitt. En rétturinn á peningunum er hjá verslunareigendum og ekki viðskiptavinum í þessum tilfellum. Bakþankar 25. mars 2013 06:00
Myndin af heiminum Það er sniðugt þegar augnablik nást á filmu sem gefa spaugilegri mynd af aðstæðum en þær kannski voru. Nýleg dæmi eru þegar tveir ráðherrar virtust sofa í þingsal, sem og sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég veit ekki hvert sannleiksgildi myndanna er og það skiptir minna máli – stundum má skemmtanagildið ráða för. Bakþankar 23. mars 2013 06:00
Nauthólsvíkin kallar Á mínum yngri árum leið vart sú vika þar sem móðir mín lét ekki athugasemd falla í þá veru að ég væri ekki nægilega vel klæddur. Þetta var vitaskuld gert af væntumþykju en ég lét þetta samt sem áður fara nokkuð í taugarnar á mér. Rétt eins og það þegar hún krafðist þess að fá að kreista fílapenslana mína sem og mjög tíðar spurningar um matarvenjur mínar (sorrí mamma). Raunar er móðir mín alls ekkert hætt þessum athugasemdum en ég hef að vísu lært að klæða mig örlítið betur með árunum. Ekki mikið en örlítið. Bakþankar 22. mars 2013 06:00
Femínistar og farísear Nauðgunardómurinn í Steubenville og fréttaflutningur af því máli hefur skekið íslenskar Facebook-síður og kommentakerfi undanfarna daga. Skiljanlega. Það er með ólíkindum að afstaða sé tekin með ofbeldismönnunum í jafnsvakalegu máli, jafnvel þótt þeir séu góðir í fótbolta. Þetta er viðbjóðslegt mál frá upphafi til enda og vandséð hvernig í Bakþankar 21. mars 2013 06:00
Ef væri ég hún Salome Salome. Það var nafnið sem mamma og pabbi gáfu mér sumarið 1967. Um haustið, þegar ég fæddist, var ljóst að þau heiðurshjónin þyrftu að draga upp nýja áætlun. Ég var skírður eftir Svavari afa á Seyðisfirði og ég hef borið nafnið mitt með stolti. Ég man ekki eftir honum afa en frásagnir þeirra sem þekktu hann, þær duga mér. Hef ég staðið undir nafninu? Sennilega ekki. Bakþankar 20. mars 2013 06:00
Það sem er bannað Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið, það er alltaf að skamma mann.“ Þessi lína er ítrekað sungin af frumburðinum á heimilinu þessa dagana, ásamt öðrum stórskemmtilegum línum úr Laginu um það sem er bannað. "Það má ekki pissa bak við hurð“ og "Það má ekki hjóla inní búð“ er einnig vinsælar línur út textanum og vafalaust eitthvað sem mín kona hefur íhugað að prófa einhvern tímann á sinni fimm ára ævi. Bakþankar 19. mars 2013 06:00
Þjóðrembingslegt stolt Hver kannast ekki við að finna til svolítils stolts þegar útlendingar hrósa heimalandinu á einhvern hátt? Eða þeirrar réttmætu reiði sem blossar upp ef sami útlendingur segir nokkuð niðrandi eða ljótt um heimahagana? Það mun seint líða mér úr minni þegar austurrískur maður hélt því eitt sinn fram að besta vatn í heimi væri að finna í austurrísku Ölpunum. Það veit hvert mannsbarn að besta vatn í heimi finnst á Íslandi! Bakþankar 18. mars 2013 06:00
Bíó Það var ekki beint þannig að hún hefði snert við mínum innstu hjartastrengjum, myndin sem ég sá í bíó um liðna helgi. Mér fannst hún meira að segja frekar óeftirminnileg og klisjukennd vella – einslags dulbúið AA-sjálfshjálparmyndband – þótt Denzel Washington stæði sig að vanda með prýði í hlutverki Denzels Washington. Bakþankar 15. mars 2013 06:00
Bilað Það var vel til fundið hjá dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna að veita Sunnu Valgerðardóttur, blaðakonu á Fréttablaðinu, verðlaun fyrir fréttaskýringar um stöðu geðsjúkra. Sagði dómnefndin að greinaflokkur hennar væri áhrifamikill, heildstæður og vel unninn. Það er hverju orði sannara. Bakþankar 14. mars 2013 06:00
Hvar eru konurnar? Nýr ritstjóri Fréttatímans, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, hefur tekið saman athyglisverða tölfræði um konur og dagblöð. Af þeim 130 ritstjórum sem verið hafa á dagblöðum á Íslandi frá upphafi er hún fimmta konan. Fyrir einni og hálfri viku höfðu sem sagt fjórar konur gegnt ritstjórastöðu á íslenskum dagblöðum. Og samanlagður starfstími þeirra er skemmri en forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Frá upphafi blaðaútgáfu hér á landi hefur lengur verið kvenkyns forsætisráðherra en kvenkyns ritstjóri dagblaðs. Bakþankar 13. mars 2013 06:00
Vertu óþæg! Ég gleðst vissulega yfir því þegar dóttir mín hlýðir mér og gerir það sem henni er sagt. Það getur verið pirrandi þegar hún neitar að hlýða, því ég veit að hún gerir það. Samt gleðst ég líka þegar hún lætur skipanir sem vind um eyru þjóta og gerir eitthvað allt allt annað. Þá veit ég nefnilega að hún er að sýna sjálfstæði sitt og brjótast út úr kassanum. Bakþankar 12. mars 2013 06:00
Bilað Þvottavélin mín bilaði um daginn, eftir fimm ára dygga þjónustu. Fimm ár eru nú ekki svo langur tími. Ég man tíma þegar fólk átti sömu þvottavélina í tuttugu – þrjátíu ár. Sá tími er liðinn. Bakþankar 11. mars 2013 06:00
Þær sem elska storminn Þegar ég var á fullu að slíta barnsskónum vestur á Bíldudal kom frú Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, þangað í heimsókn. Bakþankar 9. mars 2013 06:00
Sir Alex Ferguson bjargar krónunni Krónan er ekkert vandamál í sjálfu sér. Vandinn er sá að hagstjórnin á Íslandi hefur ekki verið nægilega vönduð. Með agaðri hagstjórn verður krónan ekkert vandamál.“ Bakþankar 8. mars 2013 06:00
Fordómar orðanna Fyrirsögn á Vísi vakti athygli mína í gærmorgun: Samkynhneigð hjón fá hæli í Svíþjóð. Skilyrt hugsanaferli fór í gang og ég átti erfitt með að koma því heim og saman hvernig hjón gætu verið samkynhneigð. "Er hann þá hommi og hún lesbía?“ stóð ég mig að því að hugsa áður en það rann upp fyrir mér að auðvitað var verið að tala um tvo karlmenn sem eru giftir. Og, já, giftir hvor öðrum. Bakþankar 7. mars 2013 06:00
Dæmigerðir Íslendingar Norðlenskur hroki og þingeyskt loft eru frasar sem stundum er slengt framan í mig, þegar ég er að belgja mig eitthvað um veðrið. Bakþankar 6. mars 2013 06:00
Af því við vitum best Af hverju sitja Hans og Gréta uppi á þaki? Þau eru að bíða þess að mamma og pabbi komi upp um skorsteininn. Þessi brandari, og aðrir af sama toga, voru vinsælir í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Mitt í hörmungunum léttu gyðingar sér sitt ömurlega líf með gríni. Kannski er það þannig að þegar aðstæður eru jafn skelfilegar og raun bar vitni þar er ekkert eftir nema húmorinn. Bakþankar 5. mars 2013 06:00
Gríma, sál og systir Að baki vestrænum heitum fræðigreinarinnar sálfræði er nafn grísku gyðjunnar Psyche. C. S. Lewis skrifaði ekki aðeins ævintýrabækur um Narníu heldur um bókmenntir og trúarefni og m.a. um systurnar Psyche og Órúal. Psyche var sögð traust í lífsraunum og fögur. Hún fangaði hjarta elskuguðsins Erosar. Saga Psyche er fyrirmyndar- eða Bakþankar 4. mars 2013 06:00
Dagar skeggs og hrósa Stundum kemur Skeggapinn heim til mín á nóttunni meðan allir sofa. Hann safnar hári á sinn risastóra og hárlausa skrokk enda enginn api með öpum án myndarlegrar bringu- og bakmottu. Hann gengur því milli heimila, stundum í fylgd góðvinar síns tannálfsins, og tínir tilfallandi skeggvöxt af pöbbum, öfum og frændum og reynir að festa á sig með ýmsum ráðum. Sumir telja að hann beri ábyrgð á hvarfi teygja og hárspenna líka en það hefur ekki fengist staðfest. Þessu trúum við öll á heimilinu, einkum þó heimilisfaðirinn, sem er jafnhissa og allir aðrir yfir því að hann skuli sofna með nokkurra daga brodda og vakna morguninn eftir jafn nauðasköllóttur í framan og aðrir í fjölskyldunni. Bakþankar 2. mars 2013 06:00
Góði guð Trúlega fundu flest mannsbörn fyrir óvenjulegri tómleikatilfinningu við morgunverðarborðið áðan, að þeim hefur sett hroll í bílnum á leiðinni í vinnu og skóla og jafnvel hafa sumir upplifað sig hálfráðalausa frammi fyrir verkefnum dagsins. Ég segi ekki að örvænting hafi gripið um sig í öllum hjörtum – en ábyggilega sumum. Bakþankar 1. mars 2013 06:00
Hótel Reykjavík Mögnuð breyting hefur orðið á miðborg Reykjavíkur á tiltölulega skömmum tíma. Þar sem áður voru verslanir eru veitingastaðir og þar sem áður voru fjölmennir vinnustaðir eru hótel. Bakþankar 28. febrúar 2013 06:00
Mamma og afbitna eyrað Fyrir svona fimmtán árum fékk ég áhuga á hnefaleikum – á þeim tíma sem beinar útsendingar hófust frá þessari vinsælu íþrótt í fyrsta skipti. Úr varð nýtt æði á Íslandi. Ég, eins og tugþúsundir annarra, sat við skjáinn og taldi mig hafa fundið nýjan sannleika. Ég lagðist í trúboð – vildi kveða niður gagnrýnisraddir sem voru margar. Það má reyndar segja að fleiri hafi fyllt hóp gagnrýnenda en þeirra sem litu æðið jákvæðum augum, eins og kom greinilega fram í samfélagsumræðunni á þeim tíma. Bakþankar 27. febrúar 2013 06:00
Grínlínan fína Kynnirinn á Óskarsverðlaunahátíðinni er umdeildur. Ég er mjög hrifin af þáttunum hans, Family Guy og American Dad, sem þykja oft fara út fyrir mörk hins almenna velsæmis. Eitthvað fannst mér samt skrítið að hlusta á hann syngja heilt lag um hvaða virtu leikkonur hafa sýnt brjóstin í kvikmynd, á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni. Bakþankar 26. febrúar 2013 07:00
Stoppað í miðjum klíðum Ég fór í bíó um daginn. Myndin hét Kon-Tiki – flott mynd. Samt var það með blendnum tilfinningum sem við yfirgáfum bíóið eftir rúmlega tveggja tíma viðdvöl. Bakþankar 25. febrúar 2013 06:00
Rifist um keisarans skildinga Þótt deila megi um hvort ráðlegt sé fyrir Íslendinga að skipta um gjaldmiðil ættu flestir að geta tekið undir að viðvarandi háir raunvextir og verðbólga gefa þó ekki nema tilefni til að skoða það sem valkost. Það að afnám gjaldeyrishafta ætlar að reynast hin erfiðasta þraut er önnur ástæða enda höftin nátengd krónunni. Peningamálin eru sá grunnur sem hagstjórn byggir á. Það er því stórt hagsmunamál fyrir bæði heimili og fyrirtæki að stjórnmálamönnum takist vel upp við val á framtíðarfyrirkomulagi peningamála. Þetta er ekki nýtt viðfangsefni en þrátt fyrir áralanga umræðu erum við svo til engu nær um hvernig peningamálunum verður háttað til lengri tíma litið. Bakþankar 22. febrúar 2013 06:00
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun