Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Gerður Kristný: „Útsending frá eigin glötun“

Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkis­sjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Það var á fermingaraldri og tók yfir heilan fermetra af sjónvarpsskotinu. Því varð fjölskyldan alltaf að smokra sér gætilega fram hjá gripnum til að komast inn og út úr öðru barnaherberginu. Samt hafði aldrei komið til tals að skipta því út fyrir yngra módel. Í fyrsta lagi vegna þess að myndin var skýr og í öðru lagi vegna þess að mig langaði ekki að punga út fyrir flatskjá, dótaríinu sem Björgólfi Guðmundssyni tókst að gera að táknmynd góðærisins. Sjónvarpsflykkið sýndi og sannaði að ég hafði ekki orðið spillingaröflunum að bráð.

Bakþankar
Fréttamynd

Ragnheiður Tryggvadóttir: Nytsemi netheima

Netsamfélagið Facebook getur verið mjög skemmtilegt og til margra hluta nytsamlegt. Þarna hafa löngu gleymdir vinir og kunningjar getað endurnýjað kynnin og skipst á fréttum um það sem á dagana hefur drifið. Fólk eignast líka glænýja vini og finnur jafnvel fjölskyldumeðlimi sem það hefur aldrei hitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Kolbeinn Proppé: Þegar valdið verður til vansa

Það verður að vera agi í hernum segir Svejk og við hlæjum, því trauðla er til betra dæmi um mann sem lýtur engum aga en fyrrnefndur Svejk. Svo virðist hins vegar sem margir aðhyllist þessa speki og telji að agi verði að ríkja hvað sem kostar. Fyrir þeim er tilhliðrun á skipulagi eitur í beinum og allt skal vera eftir reglum. Skiptir engu hve vitlausar reglurnar eru, ef það stendur skal það verða.

Bakþankar
Fréttamynd

Kjarklaus eins og klerkur

Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið. En ef ég léti það út úr mér að það eyðilegði samband mitt við konuna mína að margir Sjallar væru líka vel kvæntir yrði ég vonandi álitinn eitthvað skrýtinn. Enda væru skoðanir mínar þá hættar að vera skoðanir og orðnar að svo inngróinni gremju að stappaði nærri geðrænu vandamáli - fóbíu. En hvernig er brugðist við þegar því er lýst yfir að hjónavígsla samkynhneigðra vegi að hjónabandi gagnkynhneigðra? Þá er það af einhverjum ástæðum meðhöndlað eins og gilt innlegg í vitræna umræðu, en ekki það sem það augljóslega er - fóbía.

Bakþankar
Fréttamynd

Bergsteinn Sigurðsson: Þú ert luðra, Samfylking

Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Æskan og óttinn

Með undarlegri tímabilum fremur áhyggjulausrar barnæsku minnar var sumarið þegar ég var ellefu ára. Á þessum tíma var yfirvofandi Suðurlandsskjálfti í umræðunni. Sjónvarpið sýndi almannavarnamyndbönd um hvernig bregðast skyldi við ef jörðin tæki að skjálfa undir fótum manns og gáfulegir vísindamenn komu fram í fréttum og sögðu „það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann kemur".

Bakþankar
Fréttamynd

Gerður Kristný: Vika svörtu bókarinnar

Frá því vorið 1986 hef ég skrifað niður hjá mér hverja einustu bók sem ég hef lesið í svarta stílabók. Þess vegna er hægur vandi að sjá að í maí fyrir 24 árum las ég Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis, Svein Elversson eftir Selmu Lagerlöf, Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk eftir Halldór

Bakþankar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Klístraðir puttar

Ég veit að ég er frekar seinn að skrifa þetta, en ég nenni bara ekki að tala um eldgos: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom skemmtilega á óvart. Ég var einn af þeim sem bjuggust við skraufþurrum stofnanatexta um mál sem þegar hafa litið dagsins ljós. Annað kom á daginn því mörg ummæli og lýsingar eru eins og úr bestu kvikmyndum. En þið vitið það nú þegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Jón Sigurður Eyjólfsson: Skortur hins ríka

Ísland er dásamlegt land. Þar er náttúran með fegursta móti. Hún er hrjúf, köld, eldheit og taumlaus, rétt eins og litríkt mannfólkið sem er fjörugt til orðs og æðis. Þótt aðrar þjóðir eigi sér lengri sögu getum við mætavel verið stoltir af okkar. Fjöldinn allur hefur menntað sig víða um heim og landinn er vel upplýstur.

Bakþankar
Fréttamynd

Kolbeinn Proppé: Forsetinn gegn þjóðinni

Merkilegt ástand skapaðist í upphaf síðustu viku á Íslandi. Þau bjartsýnustu höfðu vonað að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, loksins þegar hún kæmi út, brygði einhverri ljóstíru á orsakir efnahagshrunsins. Þau svartsýnustu töldu hana gagnlausa. Enginn þorði að vona að í henni væri að finna það sem hún reyndist síðan geyma; heiðarlegt uppgjör við alla kima samfélagsins. Háa og lága, stjórnmál og eftirlitsstofnanir, þátttakendur og þá sem ekkert gerðu, bankamenn og stjórnendur banka. Allir fengu sinn skerf af gagnrýni. Og sátt skapaðist.

Bakþankar
Fréttamynd

Anna Margrét Björnsson: Af grárri leðju og dómsdagsspám

Ætli það sé ekki neisti innra með flestum okkar sem þrífst á spennu. Adrenalínkikkinu þegar við uppgötvum að við sitjum ekki einráð við stjórnvölinn og að lífið gæti hlaupið með okkur í áttir sem við ætluðum ekki að fara í. Eldgos og náttúruhamfarir kynda í þessum neista og þrátt fyrir

Bakþankar
Fréttamynd

Davíð Þór Jónsson: Góðar fyrirmyndir

Það er gott eiga sér fyrirmyndir. Það er hollt að geta dáðst að eftirsóknarverðum eiginleikum og hæfileikum annarra og leggja sig í framkróka við að tileinka sér þá til að bæta sjálfan sig og verða eilítið aðdáunarverðari sjálfur.

Bakþankar
Fréttamynd

Páll Baldvin Baldvinsson: Hugsað til kartöflubænda

Þessa dagana eru kartöflubændur þungstígir. Öskulag er lagst á garðana austurfrá og enn ekki ljóst hvaða áhrif efnasamsetning öskunnar hefur á yfirborðslag moldarinnar. Utan öskufallssvæða eru kartöflubændur að gíra sig upp og farnir að huga að útsæði vorsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Júlía Margrét Alexandersdóttir: Fimmtán mínútur af frægð

Stóra stundin rann upp í vikunni. Nokkur þúsund síðna skýrsla kom út og skýrði hvernig Ísland datt úr því hlutverki að vera "upprennandi stjarna" og "bjartasta vonin" á heimsvísu í það að mega í besta falli teljast "one hit wonder". Að vísu getum við huggað okkur við það að eiga fleiri slagara en flestir listamenn sem fengu andann yfir sig í eitt skipti og svo búið. Munurinn á okkur og þeim hagleiksmönnum er að enginn ber kala til Los del Ríó sem slógu í gegn árið 1995 með Macarena eða Right Said Fred sem sagðist vera allt of sexí.

Bakþankar
Fréttamynd

Náðarbrauðið

Við lifum á tímum gegndarlauss uppnáms og ekki var síðasta vika frí af slíku. Áslaug Guðrúnardóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, flutti sláandi frétt þar sem sýndar voru myndir sem virðast teknar úr launsátri aftan á fólk sem bíður í röð eftir náðarbrauði Fjölskylduhjálparinnar. Í frétt Áslaugar benti félagsfræðingurinn Harpa Njáls á að stjórnvöld hafi alla tíð vitað að hér á landi væri greiddur út lífeyrir sem ekki dygði til framfærslu. Þess vegna hafi stjórnvöld heldur ekki viljað reikna út hvað lífeyririnn þyrfti raunverulega að vera hár.

Bakþankar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Hættulegur kynþokki golfara

Í vikunni var kosið um að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Samþykkt var að verja 230 milljónum í verkið og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson átti eftirminni­legustu ummælin um stækkuna þegar hann sagði að golfvöllurinn yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa.

Bakþankar
Fréttamynd

Brynhildur Björnsdóttir: Málsháttatal

Þá er lokið stærstu málsháttaveislu ársins. Milljón málshættir, dulbúnir sem súkkulaðiegg og umvafðir sælgæti í skrjáfpappír, hafa nú runnið inn í hug og hjarta landsmanna og -kvenna öllum til umhugsunar og vonandi sumum til hugljómunar. Það er frábært hversu margir hafa áhuga á málshættinum inni í páskaegginu, sumir réttlæta jafnvel óhóflega súkkulaðineyslu um páska með því að þeir kaupi páskaeggin bara fyrir málshættina.

Bakþankar
Fréttamynd

Listi hinna viljugu þjóða

Í gær gat að líta nokkuð sem allt of oft gleymist þegar stríð eru rædd, sérstaklega hér í öryggi Íslands, nefnilega að í þeim deyr fólk. Drepst. Er drepið á hroðalegan hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Utan af landi

Konan mín er utan af landi en ekki ég. Þótt þetta valdi ekki oft misskilningi á heimilinu getur þó einstaka sinnum komið fyrir að menningarlegur bakgrunnur okkar er of ólíkur til að samstundis sé fyllilega ljóst hvað átt er við með sama orðalaginu. Til dæmis stakk konan mín upp á því við mig um daginn að við færum og kíktum á gosið þegar

Bakþankar
Fréttamynd

Rauða rúllukragapeysan

Ég átti auðveldara með að skilja pólitíkina hér áður fyrr. Til dæmis þegar ég vann í fiskvinnslu og kaus Alþýðubandalagið. Ekki lét ég þar við sitja heldur mætti á kosningaskrifstofu flokksins í rauðri rúllukragapeysu, sötraði kaffi og vitnaði í Stein Steinar og Bob Dylan meðan ég hallmælti auðvaldinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Talíbanar femínista

Fyrir nokkru hitti ég afganska kvenréttindakonu sem hafði verið valin úr hópi fólks til að nema við Jafnréttisskólann í Háskóla Íslands. Margt sem hún komst í tæri við hér var henni fullkomlega framandi, svo sem galtómar og hættulausar götur, sem og námskeið um kynferðisleg réttindi, sem yrði seint kennt við Háskólann í Kabúl.

Bakþankar
Fréttamynd

Jörð í Afríku

Mér var boðið í afmælisveislu til vinkonu minnar fyrir skömmu. Ekki vildi hún fá bók, geisladisk eða annað sem gaman hefði verið að velja og fá að pakka inn. Nei, hana langaði í geit eða jafnvel hænu.

Bakþankar