Alex Freyr heim í Fram áður en langt um líður Alex Freyr Elísson mun ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fram á næstu dögum. Hann lék með liðinu allar götur til ársins 2023 þegar Breiðablik keypti hann. Þar náði hann aldrei að festa sig í sessi og er nú á leið aftur í Fram. Íslenski boltinn 11. mars 2024 18:31
Draumastarf Arnars er í Aþenu Arnar Grétarsson ætlar sér að gera Valsmenn að Íslandsmeisturum í fótbolta í sumar. Hann dreymir hins vegar einnig um að taka einn daginn við gríska stórliðinu AEK Aþenu. Íslenski boltinn 11. mars 2024 14:01
Valsmenn í viðræðum við Gylfa Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. Íslenski boltinn 11. mars 2024 11:01
TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. Íslenski boltinn 11. mars 2024 09:01
Mættur í stærsta félag Íslands og vill hjálpa KR að vinna titla „Að fá að spila fyrir stærsta félag Íslands. Flestir titlar, sagan segir sitt. Ég er mjög sáttur að vera kominn hingað,“ sagði Axel Óskar Andrésson, nýjasti leikmaður KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann var eftirsóttur en valdi á endanum KR og stefnir á að sýna landi og þjóð hvað hann getur í sumar. Íslenski boltinn 11. mars 2024 07:00
„Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér“ Aron Jóhannsson segir mikinn mun á þátttöku sinni í heimilisstörfunum eftir að hann flutti heim úr atvinnumennskunni. Hann verður í viðtali í öðrum þættinum af Lengsta undirbúningstímabil í heimi í kvöld. Íslenski boltinn 10. mars 2024 12:00
„Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar“ Hvar spilar Gylfi Þór Sigurðsson sumarið 2024? Besta sætið ræddi framtíð eins besta knattspyrnumanns Íslandssögunnar. Íslenski boltinn 10. mars 2024 11:00
Gylfi æfir með Valsmönnum Gylfi Þór Sigurðsson verður með Valsmönnum í æfingabúðum á Spáni sem ýtir enn frekar undir orðróminn um að hann verði með Valsliðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Fótbolti 9. mars 2024 13:11
Axel Óskar orðinn leikmaður KR Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur samið við KR um að leika með félaginu í Bestu deild karla í sumar. Axel kemur til liðsins frá Örebro í Svíþjóð. Íslenski boltinn 8. mars 2024 16:30
Blikar veltu meira en milljarði eftir Evrópuævintýrið Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur birt ársreikning sinn eftir fyrsta ár íslensks liðs í riðlakeppni Sambandsdeildar karla, með tilheyrandi tekjuaukningu. Íslenski boltinn 8. mars 2024 07:02
Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum Vallarstjóri KR á Meistaravöllum, Magnús Valur Böðvarsson, fylgist náið með langtíma veðurspánni og vonar að marshretið haldi sig fjarri Vesturbænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokkalega bjartsýnn á að heimavöllur KR verði leikfær fyrir fyrsta heimaleik liðsins. Íslenski boltinn 7. mars 2024 10:01
KR að landa öflugum liðsstyrk KR-ingar eru svo gott sem búnir að landa miðverðinum Axel Óskari Andréssyni sem þar með snýr heim til Íslands úr atvinnumennsku. Íslenski boltinn 6. mars 2024 23:30
Danskur varnarmaður til Breiðabliks Danski varnarmaðurinn Daniel Obbekjær er genginn í raðir Breiðabliks. Hann samdi við félagið út tímabilið 2025. Íslenski boltinn 6. mars 2024 15:40
Óli Valur líklega á heimleið Stjörnunni gæti verið að berast enn frekari liðsstyrkur fyrir átökin í Bestu deild karla í sumar. Íslenski boltinn 6. mars 2024 15:30
Leit að miðjumanni stendur yfir Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað. Íslenski boltinn 6. mars 2024 14:00
Á allt öðrum stað en hin liðin Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili. Íslenski boltinn 6. mars 2024 10:01
Úr Vesturbænum í Krikann Sigurður Bjartur Hallsson er genginn í raðir FH frá KR. Hann mun því leika með liðinu í Bestu deild karla næsta sumar. Íslenski boltinn 5. mars 2024 15:05
Guðmundur Baldvin aftur í Stjörnuna Stjörnunni hefur borist mikill liðsstyrkur mánuði en keppni í Bestu deild karla hefst. Guðmundur Baldvin Nökkvason er kominn til liðsins á láni frá Mjällby í Svíþjóð. Íslenski boltinn 5. mars 2024 14:26
Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands. Íslenski boltinn 5. mars 2024 10:00
Úr „besta klúbbnum á Íslandi“ niður í 1. deild: „Stundum verður maður að breyta til“ Birkir Heimisson hefur óvænt yfirgefið silfurlið síðasta Íslandsmóts til að semja við uppeldisfélagið Þór á Akureyri sem leikur í næstefstu deild. Hann fékk einfaldlega tilboð sem hann gat ekki hafnað. Íslenski boltinn 4. mars 2024 23:02
Nýliðar Vestra lönduðu reyndum markverði Nú þegar rúmur mánuður er í að Vestri spili sína fyrstu leiki í Bestu deild karla í fótbolta hafa nýliðarnir tryggt sér nýjan markvörð, frá Svíþjóð. Íslenski boltinn 4. mars 2024 17:00
Breytt hugarfar markakóngsins: „Fannst ég ná að tengjast sjálfum mér meira“ Eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla hefur Emil Atlason skorað grimmt fyrir Stjörnuna undanfarin tvö ár. Baldur Sigurðsson grennlaðist fyrir um hvað hefði breyst hjá framherjanum í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 4. mars 2024 11:01
Blikar tilkynna framherjann Stokke Norski framherjinn Benjamin Stokke er genginn í raðir Breiðabliks og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 3. mars 2024 16:26
Fyrsta undirbúningstímabil Jökuls: „Þetta er leikur að svæðum“ Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. Fótbolti 3. mars 2024 13:01
Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frábær upphitun“ Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 3. mars 2024 10:00
Meistarar Víkings næstum búnir að missa annan lykilmann í atvinnumennsku Danijel Dejan Djuric, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var næstum genginn í raðir búlgarska stórliðsins Ludogorets á endanum gekk það ekki eftir vegna regluverks efstu deildar þar í landi. Íslenski boltinn 2. mars 2024 07:01
Arnar Númi í Árbæinn Knattspyrnumaðurinn Arnar Númi Gíslason, sem á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er genginn í raðir Fylkis frá Breiðabliki. Íslenski boltinn 1. mars 2024 16:31
Guðmundur Torfason kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fram Guðmundur Torfason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var í gær kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fram. Hann tekur við formannsstöðunni af Agnari Þór Hilmarssyni. Íslenski boltinn 29. febrúar 2024 15:30
Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. Íslenski boltinn 29. febrúar 2024 13:56
Þarfagreining: Hvar þurfa liðin í Bestu deild karla að styrkja sig? Það styttist óðum í að keppni í Bestu deild karla hefjist. Að því tilefni réðist Vísir í þarfagreiningu fyrir liðin í deildinni. Íslenski boltinn 29. febrúar 2024 10:00