
Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn: „Þetta er öflug tilfinning, ég skal viðurkenna það“
„Ég veit það ekki, ég hef ekki verið út á velli og orðið Íslandsmeistari. Ég ætla að segja að það skipti engu máli hvar þú vinnur svo lengi sem það er í góðum hópi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, þegar hann mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna fyrr í kvöld.