Besta kvenna hefst á risaleik og Besta karla á Kópavogsslag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2022 13:13 Landsliðskonurnar Agla María Albertsdóttir og Elísa Viðarsdóttir í leik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda í sumar. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, Valur og Breiðablik, mætast í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Í Bestu deild karla hefst titilvörn Breiðabliks á Kópavogsslag gegn HK. Í dag voru drög að leikjaniðurröðun í Bestu deildunum birt. Hægt er að sjá þau á heimasíðu KSÍ. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki í upphafsleik Bestu deildar kvenna. Hann fer fram 25. apríl. Hinir fjórir leikirnir í 1. umferðinni fara fram degi seinna. Silfurlið Stjörnunnar fær Þór/KA í heimsókn, ÍBV og Selfoss mætast í Suðurlandsslag, nýliðar Tindastóls taka á móti Keflavík og hinir nýliðarnir, FH, fara í Laugardalinn og mæta þar Þrótti. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar kvenna 2023 út.ksí Sú breyting verður á Bestu deild kvenna á næsta ári að tekin verður upp úrslitakeppni eins og var í Bestu deild karla á síðasta tímabili. Reiknað er með að hefðbundinni deildarkeppni ljúki 27. ágúst. Síðan hefst úrslitakeppni efstu sex liðanna og fjögurra neðstu. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild kvenna með því að smella hér. Keppni í Bestu deild karla 2023 hefst á öðrum degi páska, 10. apríl, en þá fer 1. umferðin fram í heilu lagi. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, kemur í veg fyrir að Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, nái til boltans í leik liðanna í Kórnum á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum HK. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar þar sem Blikar unnu 0-1 sigur í hörkuleik. KA, sem endaði í 2. sæti á síðasta tímabili, fær KR í heimsókn og bikarmeistarar Víkings sækja Stjörnuna heim, Valur og ÍBV eigast við á Hlíðarenda, nýliðar Fylkis taka á móti Keflavík og Fram og FH leiða saman hesta sína í Úlfarsárdal. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar karla 2023 út.ksí Gert er ráð fyrir því að hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla ljúki 3. september. Í ár kláraðist hún 17. september. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild karla með því að smella hér. Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í dag voru drög að leikjaniðurröðun í Bestu deildunum birt. Hægt er að sjá þau á heimasíðu KSÍ. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki í upphafsleik Bestu deildar kvenna. Hann fer fram 25. apríl. Hinir fjórir leikirnir í 1. umferðinni fara fram degi seinna. Silfurlið Stjörnunnar fær Þór/KA í heimsókn, ÍBV og Selfoss mætast í Suðurlandsslag, nýliðar Tindastóls taka á móti Keflavík og hinir nýliðarnir, FH, fara í Laugardalinn og mæta þar Þrótti. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar kvenna 2023 út.ksí Sú breyting verður á Bestu deild kvenna á næsta ári að tekin verður upp úrslitakeppni eins og var í Bestu deild karla á síðasta tímabili. Reiknað er með að hefðbundinni deildarkeppni ljúki 27. ágúst. Síðan hefst úrslitakeppni efstu sex liðanna og fjögurra neðstu. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild kvenna með því að smella hér. Keppni í Bestu deild karla 2023 hefst á öðrum degi páska, 10. apríl, en þá fer 1. umferðin fram í heilu lagi. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, kemur í veg fyrir að Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, nái til boltans í leik liðanna í Kórnum á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum HK. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar þar sem Blikar unnu 0-1 sigur í hörkuleik. KA, sem endaði í 2. sæti á síðasta tímabili, fær KR í heimsókn og bikarmeistarar Víkings sækja Stjörnuna heim, Valur og ÍBV eigast við á Hlíðarenda, nýliðar Fylkis taka á móti Keflavík og Fram og FH leiða saman hesta sína í Úlfarsárdal. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar karla 2023 út.ksí Gert er ráð fyrir því að hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla ljúki 3. september. Í ár kláraðist hún 17. september. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild karla með því að smella hér.
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira