Katrín: Lærðum mikið af fyrri leiknum Íslenska kvennalandsliðið æfði í kvöld á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Slóveníu á laugardag. Þetta var fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir þennan mikilvæga leik en stefnt er að því að fylla Laugardalsvöllinn. Íslenski boltinn 18. júní 2008 19:07
Dóra María valin best Dóra María Lárusdóttir var í dag valin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í fyrstu sex umferðum mótsins. Íslenski boltinn 16. júní 2008 13:26
Valsstúlkur unnu Breiðablik Íslandsmeistarar Vals unnu 2-1 sigur á Breiðabliki í Landsbankadeild kvenna á Kópavogsvelli í dag. Málfríður Erna Sigurðardóttir kom Val yfir í leiknum á 8. mínútu og Valur komst síðan í 2-0 með sjálfsmarki. Íslenski boltinn 15. júní 2008 18:18
HK/Víkingur lagði Keflavík Sjöttu umferðinni í Landsbankadeild kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. HK/Víkingur lagði Keflavík 4-1, Fylkir vann Þór/KA 1-0 fyrir norðan og Fjölnir og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Íslenski boltinn 12. júní 2008 21:27
Margrét Lára skoraði 150. markið í kvöld Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var að vonum sátt í kvöld eftir að lið hennar lagði KR 2-1 í stórleiknum í Landsbankadeild kvenna. Íslenski boltinn 11. júní 2008 22:19
Valur með fullt hús Íslandsmeistarar Vals höfðu betur 2-1 gegn KR í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Valsliðið er því eina liðið með fullt hús á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins. Íslenski boltinn 11. júní 2008 21:42
Valur og KR enn með fullt hús Valur og KR eru sem fyrr á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir leiki dagsins, en bæði lið unnu leiki sína í dag. Valur valtaði yfir Keflavík suður með sjó 9-1 og KR lagði Stjörnuna 2-0 í vesturbænum. Íslenski boltinn 7. júní 2008 16:19
Kvennalandsliðið upp um eitt sæti Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag. Ísland hefur hækkað sig um þrjú sæti frá áramótum og er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir. Íslenski boltinn 6. júní 2008 11:49
Naumur sigur hjá Val Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslandsmeistarar Vals unnu nauman 1-0 sigur á Aftureldingu á Vodafonevellinum, KR burstaði Fylkir 5-1 í Árbænum, Stjarnan og Keflavík skildu jöfn 2-2 og þá tapaði Breiðablik óvænt fyrir Þór/KA fyrir norðan 2-1. Íslenski boltinn 3. júní 2008 21:39
Fyrsti sigurinn hjá Þór/KA Lokaleikur þriðju umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Þór/KA vann þá sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið skellti HK/Víkingi 2-0 í Kórnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk norðanliðsins á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 24. maí 2008 17:33
KR vann Breiðablik KR og Valur eru enn með fullt hús stiga í Landsbankadeild kvenna en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Íslenski boltinn 23. maí 2008 23:24
KR-stúlkur unnu fyrir norðan KR vann Þór/KA á útivelli í Landsbankadeild kvenna í kvöld 3-2. Heimastúlkur höfðu hinsvegar forystu í hálfleik. Íslenski boltinn 19. maí 2008 21:23
KR vann nauman sigur í Keflavík Fyrsta umferð Landsbankadeildar kvenna kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. KR vann nauman 2-1 sigur á Keflavík á útivelli, en KR var spáð Íslandsmeistaratitlinum í sumar. Íslenski boltinn 13. maí 2008 21:49
Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld Fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Í fyrsta leik umferðarinnar í gær vann Valsliðið auðveldan 5-1 sigur á Þór/KA. Íslenski boltinn 13. maí 2008 17:55
Valur burstaði Þór/KA Íslandsmeistarar Vals unnu 5-1 sigur í opnunarleik Landsbankadeildar kvenna en leikið var gegn Þór/KA í Egilshöll. Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Íslenski boltinn 12. maí 2008 19:34
Landsbankadeild kvenna hefst í dag Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína í dag þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 17:00. Íslenski boltinn 12. maí 2008 12:23
Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum Í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Landsbankadeildum var Valsmönnum spáð Íslandsmeistaratitli karla en KR í flokki kvenna. Íslenski boltinn 7. maí 2008 16:26
Byrjunarlið kvennalandsliðsins Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009. Íslenski boltinn 6. maí 2008 20:17
KR vann Lengjubikarinn KR-stúlkur tryggðu sér í kvöld sigur í Lengjubikarnum með 4-0 sigri á Val í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni. KR hafði yfir 1-0 í hálfleik en Valsstúlkur misstu mann af velli um miðjan síðari hálfleik og eftir það tók KR öll völd á vellinum. Íslenski boltinn 25. apríl 2008 21:51
Kvennalið Vals fær færeyska landsliðsmarkvörðinn Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hafa samið við færeyska landsliðsmarkvörðinn Randi S. Wardum. Frá þessu er greint á vefsíðu færeyska liðsins KÍ en þaðan kemur leikmaðurinn. Íslenski boltinn 25. apríl 2008 12:57
Ekkert lið betur í stakk búið til að takast á við áföll Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Íslenski boltinn 22. apríl 2008 11:45
Margrét Lára með Val í sumar Margrét Lára Viðarsdóttir mun leika með Val á komandi sumri í Landsbankadeild kvenna. Þetta kemur fram á Fótbolta.net en Margrét hafði sett stefnuna á að halda í atvinnumennsku erlendis. Íslenski boltinn 7. apríl 2008 17:15
Öruggur sigur á Portúgal Íslenska kvennalandsliðið vann Portúgal 3-0 í lokaleik sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Með þessum sigri tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og mun leika um sjöunda sæti mótsins. Íslenski boltinn 10. mars 2008 17:49
Þóra Helgadóttir hætt með landsliðinu Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur gefið það út að hún sé hætt að leika fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þóra á að baki yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd, en segir ástæður ákvörðunar sinnar persónulegar. Íslenski boltinn 30. janúar 2008 15:06
Leikmaður HK/Víkings tvínefbrotnaði Serbneski landsliðsmaðurinn Lidija Stojkanovic, leikmaður HK/Víkings, nefbrotnaði á tveimur stöðum á æfingu með liðinu í fyrradag. Íslenski boltinn 15. desember 2007 11:00
Katrín framlengir við Val Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 8. desember 2007 11:00
Guðrún Sóley og María Björg aftur í KR Varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir eru gengnar í raðir KR á nýjan leik. Íslenski boltinn 7. desember 2007 20:01
Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Íslenski boltinn 3. desember 2007 16:05
Helgi og Hólmfríður best - skandall í kosningu? Lokahóf KSÍ var haldið í gær með pompi og prakt en var þó ekki án afar umdeildra atvika. Íslenski boltinn 20. október 2007 11:30
Öruggur sigur hjá Valsstúlkum Kvennalið Vals vann í kvöld góðan sigur á Wezemaal frá Belgíu 4-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Mörk Valsliðsins komu öll með stuttu millibili undir lok leiksins og því hefur liðið unnið einn leik og tapað einum í keppninni. Íslenski boltinn 13. október 2007 18:27