Berglind Björg frá París til Íslandsmeistara Vals Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun ganga í raðir Vals þegar samningur hennar við París Saint-Germain rennur út í sumar. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Íslenski boltinn 10. apríl 2024 19:55
Víkingar tjá sig sem minnst: „Engin frétt í þessu“ John Andrews, þjálfari bikarmeistara Víkings í fótbolta segir enga sérstaka frétt vera í brottför fyrirliðans Nadíu Atladóttur frá félaginu skömmu fyrir mót í Bestu deild kvenna. Víkingar hafi ekki viljað standa í vegi fyrir brottför hennar. Íslenski boltinn 9. apríl 2024 11:25
Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. Fótbolti 7. apríl 2024 19:30
Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 5. apríl 2024 21:02
ÍTF og Deloitte gera með sér samning til ársins 2026 Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) og Deloitte hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings sem gildir til ársloka 2026. Íslenski boltinn 4. apríl 2024 23:01
Beint úr NWSL í Stjörnuna Stjarnan hefur nú kynnt annan daginn í röð til leiks bandarískan leikmann sem spila mun með kvennaliði félagsins í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 4. apríl 2024 17:30
Tvöfaldur meistari frá Finnlandi í Garðabæ Stjarnan hefur fengið til sín bandarískan varnarmann fyrir komandi leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún heitir Hannah Sharts og er 24 ára gömul. Íslenski boltinn 3. apríl 2024 15:30
Arna spilar með FH næstu þrjú árin Arna Eiríksdóttir hefur samið við FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún skrifar undir samning næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 28. mars 2024 23:30
Knattspyrnufólk og bransastjörnur fjölmenntu í bíó Goðsagnir úr heimi knattspyrnunnar í bland við þjálfara, leikmenn og bransastjörnur úr auglýsingageiranum sameinuðust í Smárabíó í gær þar sem árleg auglýsing fyrir Bestu-deildirnar var frumsýnd. Góð stemning var á sýningunni líkt og myndirnar bera með sér. Lífið 27. mars 2024 13:59
Þór/KA sækir markvörð til Bandaríkjanna Þór/KA hefur samið við Shelby Money um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Sem stendur er hún ekki komin með leikheimild en sú ætti að vera gengin í gegn áður en leikar hefjast þann 21. apríl næstkomandi. Íslenski boltinn 26. mars 2024 23:30
„Verður ekki sama hrútafýluauglýsing og í fyrra“ Fótboltasumarið er handan við hornið og hin árlega auglýsing fyrir Bestu-deildirnar er komin í loftið. Hún veldur engum vonbrigðum. Íslenski boltinn 26. mars 2024 13:20
Andrea Rán spilar á Íslandi í sumar Það stefnir í að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spili með FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði síðast í Mexíkó. Íslenski boltinn 18. mars 2024 23:31
TF Besta á suðrænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna erlendis í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en ákvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar. Íslenski boltinn 12. mars 2024 10:00
Heiðursstúkan: Systur í harðri keppni Fótboltasysturnar úr Vestmannaeyjum, Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur, mættu í Heiðursstúkuna og spreyttu sig á alls konar spurningum tengdum kvennafótboltanum. Fótbolti 1. mars 2024 09:00
Nýliðar Víkings fá liðsstyrk úr Vesturbænum Bikarmeistarar Víkings verða nýliðar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í ár. Stefnt er að því að gera liðið eins samkeppnishæft og möguleiki er. Því hefur það ákveðið að sækja liðsstyrk vestur í bæ. Íslenski boltinn 26. febrúar 2024 21:15
Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. Íslenski boltinn 24. febrúar 2024 16:34
ÍTF greiddi félögum sínum 300 milljónir Félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta fengu samtals 300 milljónir króna á síðasta ári frá Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaganna í þessum deildum. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 12:15
Valur vann báðar Drago-stytturnar Valur og Stjarnan hlutu bæði viðurkenningu KSÍ í ár fyrir háttvísi og prúðmennsku en Drago-stytturnar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ sem fram fer um næstu helgi. Íslenski boltinn 21. febrúar 2024 17:00
Valsmenn krækja í „eina allra efnilegustu knattspyrnukonu landsins“ Haukar þurfa enn á ný að sætta sig við það að sjá á eftir ungri stórefnilegri knattspyrnukonu leita annað. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hefur samið við Val. Íslenski boltinn 21. febrúar 2024 12:00
Arna sleit krossband: „Búin að gráta mikið í dag“ Ljóst er að besta knattspyrnukona Bestu deildarinnar undanfarin ár, Arna Sif Ásgrímsdóttir, verður ekki með meisturum Vals á þessu ári eftir að hún sleit krossband í hné. Íslenski boltinn 16. febrúar 2024 15:43
Fótboltafólk vill fjögurra vikna sumarfrí: „Lítið að frétta í júlí hvort eð er“ Forseti Leikmannasamtaka Íslands segir að meirihluti leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilji sumarfrí yfir hásumarið. Íslenski boltinn 15. febrúar 2024 07:31
Arna Sif fór meidd af velli: „Kom bara einhver smellur í hnéð“ Valur vann öruggan 5-1 sigur á Fylki í Lengjubikarnum í kvöld. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um krossbandsslit sé að ræða. Íslenski boltinn 14. febrúar 2024 21:00
Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda. Fótbolti 12. febrúar 2024 11:01
Málfríður tekur síðasta dansinn með Val Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur heim í Val og ætlar að klára farsælan fótboltaferil sinn á Hlíðarenda í sumar. Íslenski boltinn 9. febrúar 2024 14:24
Þróttur sækir tvær á Selfoss Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári. Íslenski boltinn 8. febrúar 2024 20:00
„Ég elska veturinn og náttúruna“ Þór/KA hefur styrkt sig fyrir átökin i Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar en félagið hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 11:30
Bikarveisla Víkingsstelpna heldur áfram á nýju ári Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar þær unnu 2-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöllinni. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 06:30
Þróttur sækir leikmann sem hefur áður spilað hér á landi Þróttur Reykjavík hefur samið við Caroline Murray um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi sumarið 2017. Íslenski boltinn 5. febrúar 2024 19:15
Barbára til Breiðabliks Fótboltakonan Barbára Sól Gísladóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Selfossi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 14:01
Lengjubikar karla og kvenna í beinni á Stöð 2 Sport Knattspyrnuáhugafólk getur farið að hita upp fyrir fótboltasumarið með því að sjá liðin spila leiki í beinni á Stöð 2 Sport í stærsta mótinu á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 11:47
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti