„Persónulegt markmið að skora einu sinni á móti öllum liðum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. maí 2024 19:04 Sandra María Jessen er komin með átta mörk í fjórum leikjum vísir/Hulda Margrét Sandar María Jessen var allt í öllu hjá sínu liði, Þór/KA, gegn Víkingi í dag. Norðankonur unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir eftir aðeins fimm mínútur. Sandra María lagði upp fyrra mark síns liðs og skoraði það síðara. „Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
„Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira