„Persónulegt markmið að skora einu sinni á móti öllum liðum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. maí 2024 19:04 Sandra María Jessen er komin með átta mörk í fjórum leikjum vísir/Hulda Margrét Sandar María Jessen var allt í öllu hjá sínu liði, Þór/KA, gegn Víkingi í dag. Norðankonur unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir eftir aðeins fimm mínútur. Sandra María lagði upp fyrra mark síns liðs og skoraði það síðara. „Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
„Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira