Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sjö marka sveifla milli leikja

    Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík - Stjarnan 1-2| Arna Dís tryggði Stjörnunni stigin þrjú

    Stjarnan eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Þær komust yfir snemma leiks með marki frá Ölmu Mathiesen. Aerial Chavarin jafnaði síðan leikinn undir lok fyrri hálfleiks með skalla.Gegn gangi leiksins gerði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni stigin þrjú. Umfjöllun og viðtöl væntanleg

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ian Jeffs tekur við ÍBV

    Ian Jeffs er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá ÍBV. Jeffs mun stýra liðinu út leiktíðina, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins karlamegin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna

    Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hún er svona ekta nía, sníkjudýr í teignum

    Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er mjög hrifin af Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis. Markið sem Bryndís Arna skoraði í 1-2 tapi Fylkis gegn ÍBV var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum og þar fór Margrét Lára fögrum orðum um framherjann unga.

    Íslenski boltinn